Fréttir

1.11.2016

Guðmundur nýr framkvæmdastjóri Verifone á Íslandi

Þann 1. nóvember síðastliðin voru tímamót hjá Verifone á Íslandi þegar Elvar Guðjónsson lét af störfum eftir 21 ár sem framkvæmdastjóri Verifone á Íslandi, sem áður var Point á Íslandi. Guðmundur Jónsson tekur við starfi framkvæmdastjóra, en Guðmundur hefur starfað fyrir Verifone á norðurlöndunum síðustu 4 ár en flytur sig nú til Verifone á Íslandi.


Framúrskarandi fyrirtæki

Fimmta árið í röð hefur Verifone á Íslandi náð þeim áfanga að vera á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi.  Þökk sé starfsfólki Verifone þá hefur þessi áfangi náðst enn einu sinni og reiknum við með að vera þarna um ókomna tíð.  Innan við 2% fyrirtækja ná inn á listann og erum við stolt af því að vera meðal 2% bestu fyrirtækja á landinu. 


20.01.2015

Point verður Verifone

Point á Íslandi, sem er leiðandi á sviði rafrænna greiðslulausna, mun taka upp nafn Verifone frá og með deginum í dag.

Point hefur starfað á Íslandi síðan 1995 og er vel þekkt á íslenskum markaði sem þjónustuaðili fyrir posalausnir og aðrar rafrænar greiðslulausnir. Nú hefur fyrirtækið tekið upp nafn Verifone, en þetta skref er eðlilegt framhald á því ferli sem hófst árið 2011 þegar Verifone keypti Point. Nýtt nafn fyrirtækisins endurspeglar sýn okkar og skuldbindingu við viðskiptavini og undirstrikar jafnframt áframhaldandi vöxt og stöðu fyrirtækisins sem leiðandi á sínu sviði og sem leitar sífellt nýrra leiða í skapandi lausnum. „Nú eru um þrjú ár síðan við urðum hluti af Verifone,” segir Elvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Verifone á Íslandi (áður Point ehf.). „Point hefur fengið aðgang að nýjum vörum og lausnum, á meðan Verifone hefur náð til stærra markaðssvæðis með sínum vörum. Það er því rökrétt fyrir okkur að taka upp nafn og vörumerki Verifone.” Nýja vörumerkið sameinar alþjóðlega fyrirtækið og þar með verður samstarf við viðskiptavini, samherja og starfsmenn enn betra og skilvirkara. „Starfsemi okkar snýst ekki eingöngu um búnað og lausnir,” segir Elvar Guðjónsson „heldur einnig um fólk. Við erum að móta framtíð verslunar og greiðslulausna og hjálpum öðrum að styrkja og efla fyrirtæki sín.” 

Um Verifone

Verifone vinnur að því að sjá tækifæri í venjulegum viðskiptaháttum á almennum markaði og vinnur markvisst að tengdari verslunarháttum. Greiðslubúnaður sem tengdur er skýinu okkar gengur í raðir 27 milljón slíkra tækja, sem sameinar þar með netverslun og almenna, staðbundna verslun, enda lítum við svo á að framtíðin í verslun og þjónustu sé í stafrænu sambandi milli söluaðila og viðskiptavina. Við byggjum á þrjátíu ára sögu þar sem fullkomið öryggi hefur ætið verið í forgrunni. Allir starfsmenn okkar eru sérfræðingar á sínu sviði og traustsins verðir og hafa unnið náið með viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum við að leysa ýmsar flóknar áskoranir í greiðslumiðlun. Viðskiptavinir og samstarfsaðilar okkar eru í meira en 150 löndum um allan heim og þeirra á meðal eru til dæmis nokkur af frægustu smásölufyrirtækjum heims sem skipa sér í raðir fjármálafyrirtækja og annarra greiðslumiðlana. Verifone er skráð á NASDAQ hlutabréfamarkaðinn í New York borg og er með yfir 5.000 starfsmenn á heimsvísu.


Frá og með 1. Október tekur gildi ný verðskrá fyrir posaleigu. Nokkrar nýjungar eru í verðskránni frá þeirri sem áður var. Ber þar hæst að nú er hægt að taka GPRS posaleigu (sem er ígildi þráðlauss internets) þar sem bæði skammtíma og langtíma leigan er með símakostnaðinn innifalinn. Því fellur enginn annar kostnaður á leigutakann, en sjálf leigan. Helgarleigan á posanum lækkar lítillega við þetta en langtímaleigan hækkar lítillega, en á móti kemur að símakostnaðurinn er nú innifalinn sem hann var ekki áður í GSM leigunni. Þetta verður því til lækkunar á heildarkostnaði fyrir langflesta leigutaka.


18.5.2011

Point á Íslandi  hefur nýverið fengið PADSS vottun á posahugbúnaði sinn útgáfu POSICC 5,22 fyrir allar gerðir Vx Verifone posa, en vottunin er gæðavottun sem staðfestir að posinn uppfyllir öll þau öryggisskilyrði sem alþjóðlegu kortafyrirtækin setja slíkum búnaði.   Vottunin snýr að því að tryggja geymslu kortaupplýsinga sem í posanum er. 

 


12.3.2011

Nú á vormánuðum hefur Point verið að prufukeyra hina nýju örgjörvakortalausn (Chip and pin) í samstarfi við nokkra kaupmenn og hefur það gengið vel.  Má búast við því á næstu mánuðum muni þeim kaupmönnum fjölga hratt sem kjósa að notfæra sér öryggið sem þessir posar veita með lestri á örgjörva og innslætti á pin númeri til staðfestingar í stað aflestri segulrandar og undirskriftar fram að þessu.


02.3.2011

Nú nýverið hóf Point ehf útleigu á GPRS þráðlausum posum með inniföldum símakostnaði.  Posar þessir eru eins og GSM posarnir en byggja á annarri samskiptatækni og nú geta þeir sem eru með mikinn fjölda færslna og háan símakostnað af sínum þráðlausu posum fengið GPRS posa þar sem ótakmörkuð símanotkun leggst ofaná á leigugjaldið upp á kr. 500 kr á mánuði auk vsk.  Þannig verður því símakostnaður á mánuði aldrei hærri en kr. 500 per posa.  Hlýtur þetta að teljast góður kostur fyrir meginþorra þeirra sem eru með GSM posa í dag.