Verifone á Íslandi er leiðandi fyrirtæki í greiðslulausnum á innanlandsmarkaði og er einnig hluti af alþjóðalega fyrirtækinu Verifone sem hefur starfstöðvar í meira en 150 löndum og í kringum 5000 starfsmenn. Verifone er skráð félag á NYSE. Fyrirtækið hét áður Point Transaction Systems á Íslandi.

Meginstarfsvið Verifone á Íslandi er:

  • Útleiga á Verifone posum til kaupmanna
  • Þróun hugbúnaðarlausna fyrir rafræn viðskipti
  • Rekstur greiðslugáttakerfa

 

Fyrirtækið var stofnað af Elvari Guðjónssyni þann 1. nóvember 1995.  Það var þá alfarið í eigu Point International sem hafði höfuðstöðvar sínar í Noregi á þeim tíma. Á fyrstu árum Point á Íslandi voru 3 starfsmenn hjá fyrirtækinu, en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú starfa 23 góðir starfskraftar hjá fyrirtækinu.

Á fyrstu árum Point voru eingöngu fluttir inn svokallaðir borðposar, þessir gráu kassalöguðu sem voru hér í hverri verslun á þeim tíma.  Árið 1999 hóf Point innflutning á GSM posum og náðu þeir mjög fljótt miklum vinsældum hér, sem hafa haldist. Um svipað leyti fór Point einnig að bjóða upp á kassakerfislausnir og náði einnig hratt mikilli markaðshlutdeild á þeim markaði, sem það hefur haldið æ síðan.

Point hefur tekið mjög stóran þátt í chip-og-pin væðingunni sem hófst 2012 hér á landi með nýjum vélbúnaði og hugbúnaði.